Öll velkomin! Þóra Björk Smith skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kauphöllin Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq).
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun