Orri fékk ekki tækifæri í byrjunarliði dönsku meistaranna í kvöld þrátt fyrir að hafa skorað þrennu gegn lærisveinum pabba síns í Breiðablik á dögunum, en hann kom inn af varamannabekknum á 72. mínútu í kvöld.
Hann var eini Íslendingurinn í leikmannahópi FCK í kvöld, en Ísak Bergmann Jóhannesson var fjarri góðu gamni.
Hvorugu liðinu tókst að skora í leik kvöldsins og því er staðan en 0-0 í einvíginu, en seinni leikur liðanna fer fram í Prag að viku liðinni.