Eflum mannauð með bættri lestrar- og félagsfærni barna og unglinga Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 8. ágúst 2023 13:30 Samfélag án menntakerfis er óhugsandi. Skólar stuðla að jöfnuði og menntun er mikilvægur grunnur. Á Íslandi er grunnskólinn skylda og nemendur eiga að fá þar sama möguleika á grunnnámi og allir skipta þeir máli. Lestrarfærni þeirra skapar þeim framtíð, slétta og fellda eða þyrnum stráða, allt eftir færni hvers og eins. Félagsfærni byggir á að geta átt árangursrík samskipti við aðra og er góð færni á því sviði öllum einstaklingum nauðsynleg. Börn læra af þeim sem þau umgangast mest, á heimilum, í skólum og á hvers kyns æfingum og tómstundastarfi. Þar eru mikilvægar fyrirmyndir og kennarar. Skert félagsfærni getur valdið kvíða og erfiðleikum við að lesa í aðstæður. Nýjar mælingar sýna að félagsfærni barna hér á landi fer dvínandi hverju sem því sætir sem er mikið áhyggjuefni og stór áskorun en gríðarlega mikilvægt að bæta úr til að meðal annars bæta mannauð. Áskoranir Lestrarfærni: Rannsóknir okkar sýna að um 56% barna á Íslandi geta tengt saman hljóð og lesið einstaka orð (hafa brotið lestrarkóðann) þegar þau byrja í grunnskóla. Nái barn ekki þessari færni sem er einn af grunnsteinum lesturs glímir það við ólæsi sem hefur áhrif á almenn lífsgæði og möguleika til menntunar. Heikki Lyytinen einn af fremstu fræðimönnum Finna varðandi lestrarnám og færni segir að þegar nemandi hefur öðlast ofangreinda færni (brotið lestrarkóðann) sé hann tilbúinn til að meðtaka stórkostlegan heim bókanna. Nemandinn er kominn með það sjálfstraust og þá trú að hann geti lesið en hún er gríðarlega mikilvæg og leiðir líkum að því að einstaklingur sé tilbúinn til að verja tíma í viðfangsefnið. Þegar grunni í lestri er náð, barn þekkir bókstafi og hljóð og getur tengt saman í orð, tekur við þjálfun og meiri þjálfun til að ná góðu valdi á lestrinum og til a auka orðaforða sem er lykill að góðum lesskilningi og lestri bóka. Heikki telur miðað við áralangar rannsóknir að eiginlega lestrarkennslu skuli hefja í grunnskóla. Hann segir að flest börn séu tilbúin um sjö ára aldur og það skýri hvers vegna börn byrja þá í skóla, í Finnlandi, ekki sex ára eins og hér á landi. Hann segir að í leikskóla skuli megináhersla lögð á hreyfingu, félagsfærni og málþroska/orðaforða en ekkert mæli á móti því að kenna börnum heiti bókstafa og tengja við orð sem þeim eru kennd eins og hvalur á H og snákur á S. Í verkefninu okkar Kveikjum neistann, sem Grunnskóli Vestmannaeyja fóstrar fyrstur allra, náðu 100% nemenda að brjóta lestrarkóðann við lok 1. bekkjar skólaárið 2021-2022 (rannsóknarhópur) og 98% nemenda skólaárið 2022-2023. Rannsóknarhópurinn sem nú var að ljúka öðru ári tók stöðumatið LÆS og samkvæmt því náðu 83% nemenda að lesa texta af nákvæmni og án teljandi villna og svara spurningum. Þar mælist enginn kynjamunur, 83% stúlkna og 83% drengja eru læsir miðað við mælitækið. Til samanburðar voru 61% nemenda læs eftir 2. bekk í Reykjavík árið 2019. 20 skólar víðs vegar um landið sýndu að 52% nemenda voru læsir, 55% stúlkna og 50% drengja, sem sýnir kynjamun stúlkum í hag (LÆS stöðumat vorið 2023).Í skýrslu UNESCO (2020) kemur fram að á Íslandi ná 38% 15 ára unglingar ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði. PISA 2018 sýnir að í fjórum landshlutum (Suðurnesjum, Vesturlandi, Norðurlandi eystra, Vestfjörðum) standa unglingar verr að vígi en norskir og danskir innflytjendur með 457 stig. Drengir á Íslandi höfðu 454 stig. Við svona niðurstöður verður vart búið. Félagsfærni: Í UNICEF skýrslu (2020) segir að 15 ára unglingar á Íslandi höfðu lægstu félagsfærni OECD landa í Evrópu og áttu 30% þeirra erfitt með að eignast vini. Ekki eru þessar niðurstöður okkur í vil og það sama gildir um þær og ofangreint að við þær verður vart búið. Það þarf að koma til aðgerða, fyrirbyggjandi aðgerða og því mælir örugglega enginn gegn. Það þarf að horfa til framtíðar, en ekki bara setja plástra á blæðandi sár barna okkar og unglinga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og hennar ríkisstjórn eru þar gríðarlega mikilvæg, þar eru stórar ákvarðanir teknar og bæði þingmenn og ráðherrar sem sýna málefninu stuðning. Vísindi: Rannsóknir á taugavísindum hafa varið vaxandi og þær settar í samhengi við nám, hvernig lærir heilinn. Öll færni og þekking sem við öðlumst þarf mikla þjálfun. Þjálfun, sérhæfð þjálfun, gerir það að verkum að við sköpum og styrkjum netverk af taugafrumum í heilanum ‘e. Neural network’. Þjálfunin er grundvöllur þekkingar og færni. Ef þjálfun er of lítil náum við ekki að gera færnina eða þekkinguna sjálfvirka þ.e.a.s. að við getum náð í hana þegar við þurfum við ólíkar stundir og aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að við ákveðum hvaða færni og þekking er mikilvæg fyrir börn og unglinga að kunna. Við tökum undir með UNESCO, lestrar- og félagsfærni er lykilfærni sem einstaklingur þarf að hafa í farteskinu svo hann geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Lestrarfærni því lestur er lykill að menntun, heilsu og vellíðan og félagsfærni því hún er lykill að því að geta þrifist með öðrum. Að hafa grunnfærni í að koma fram með virðingu og tillitsemi við aðra, geta hlustað, ígrundað og tjáð sig við aðra. Hér hefur verið bent á þætti sem þarf að efla, med markvissri þjálfun og eftirfylgni. Aðgerðir/Möguleikar: Lestur: Eflum orðaforða og málskilning barna á leikskólaaldri með öllum þeim verkfærum sem til eru og nýtum til þess bestu sérfræðinga í faginu. Finnum út hvað hægt er að gera til að komast nærri því að fjöldi leikskólakennara verði 66% eins og lög gera ráð fyrir en ekki í kringum 20% eins og er nú. Setjum kröfur um íslensku kunnáttu starfsfólks á leikskólum. Eflum þekkingu kennaranema á mikilvægustu aðferðafræði við lestrarkennslu í kennaradeildum HÍ og HA. Þá þarf að útskrifum fulla sjálfstrausts með öll verkfæri í töskunni er tengjast hvernig lestur er kenndur. Eflum kennaranema til að geta gefið börnum og unglingum áskoranir miðað við færni. Eflum fagmennsku kennara og gæði lestrarkennslu í grunnskóla og þar með góðan árangur. Notum ‘evidence based practice´ eða hljóðaaðferð í grunninn sem leggur áherslu á bókstafi og hljóð. Förum frá eind til heildar. Færustu sérfræðingar segja það afar mikilvægt og þá ekki síst fyrir þá sem gætu glímt eða glíma við erfiðleika í lestri. Þegar börn hafa náð grunnfæni og eru farin að lesa þarf að tryggja þjálfun med öllum þeim adferðum sem gera það að verkum að börn takist á við réttar áskoranir til að efla sína lestrarfærni. Eflum markvissa þjálfun og eftirfylgni á lestri. Notum einfalt stöðumat til að mæla stöðu og framfarir nemenda. Eflum skapandi skrif frá því börn hafa brotið lestrarkóðann. Vinnum með markvissa þjálfun á ritun. Eflum heimaþjálfun í lestri, skoðum nýjar leiðir við. Látum af tímamælingum eins og korter á dag, sköpum frekar gæðastundir í samvinnu við foreldra. Þegar barn er farið að lesa má til dæmis lesa texta og/eða bækur 3 sinnum í viku sem gefur aukið svigrúm til þjálfunar og skapar síður streitu á heimilum. Frá og með 2. bekk má skrifa niður hversu margar bækur barn las í hverjum mánuði og hvaða þrjár þeirra voru skemmtilegastar. Það er ekki ofsögum sagt þegar talað er um hve mikilvægt það er að foreldrar lesi fyrir börn sín og spjalli um það sem lesið er. Þetta er ein besta leiðin til að efla orðaforða sem hefur áhrif á lesskilninginn. Þetta á við um öll börn, bæði þau sem lesa sjálf en þá oft einfaldari texta og líka þau sem eru að byrja sinn lestrarferil. Leyfum börnunum að velja sjálf bækur, þannig eykst áhugahvötin. Mikilvægt er að kennarar hafi flokkað bækur í ‘kassa’ eftir erfiðleikastigi og ákveði úr hvaða þyngdarflokki hver nemandi velur. Það tryggir að bókin er hvorki of létt né of þung. Félagsfærni: Eflum færni foreldra, leikskóla- og grunnskólakennara og þjálfara í að vinna með og efla félagsfærni barna og unglinga. Færum þeim leiðir. Vinnum með mikilvæg hugtök eins og virðingu, tillitsemi, hugrekki, vináttu, þrautseigju. Það að vinna með góða hegðun þarf líka mikla þjálfun og eftirfylgni. Eflum gróskuhugarfar alls starfsfólks leikskóla og grunnskóla. Þannig má hafa mikil áhrif á börnin og unglinga: meira gróskuhugarfar kennara - meira gróskuhugarfar nemenda. Eflum trú á eigin getu og þrautseigju hjá börnum og unglingum. Það gerum við með að vinna með réttar áskoranir miðað við færni. Það styrkir áhugahvöt einstaklinga. Verum vakandi yfir stöðu barna okkar. Verum meðvituð um hversu mikilvægt hlutverk það er að þjálfa lestur og gera þá stund sem ánægjulegasta. Foreldrar vinnið með skólanum í að þjálfa bókstafi og hljóð og sjáið til þess að gripið sé til sértækra aðgerða ef börnin geta ekki lesið orð eftir fyrsta árið í grunnskóla og eru ekki læs við lok 2. bekkjar. Amma, afi og eldri systkini geta líka gegnt mikilvægu hlutverki í lestrarnámi barns. Það er á okkar ábyrgð sem eldri erum að efla lestrar- og félagsfærni allra barna. Tími er eitt það besta sem foreldri getur gefið barni sínu, búum til gæðastundir með lestri bóka og samræðum um innihald. Eflum sjálfstraust með umhyggju og natni og eflum félagsfærni barna og unglinga, gefum þeim trú á sig sjálf, því það opnar möguleika þeirra til að verða virkir samfélagsþegnar. Góð liðsheild er einn af lykilþáttum í árangri, gerum þetta saman! Velkomin á okkar Facebook síðu: Vísindi og menntun. Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samfélag án menntakerfis er óhugsandi. Skólar stuðla að jöfnuði og menntun er mikilvægur grunnur. Á Íslandi er grunnskólinn skylda og nemendur eiga að fá þar sama möguleika á grunnnámi og allir skipta þeir máli. Lestrarfærni þeirra skapar þeim framtíð, slétta og fellda eða þyrnum stráða, allt eftir færni hvers og eins. Félagsfærni byggir á að geta átt árangursrík samskipti við aðra og er góð færni á því sviði öllum einstaklingum nauðsynleg. Börn læra af þeim sem þau umgangast mest, á heimilum, í skólum og á hvers kyns æfingum og tómstundastarfi. Þar eru mikilvægar fyrirmyndir og kennarar. Skert félagsfærni getur valdið kvíða og erfiðleikum við að lesa í aðstæður. Nýjar mælingar sýna að félagsfærni barna hér á landi fer dvínandi hverju sem því sætir sem er mikið áhyggjuefni og stór áskorun en gríðarlega mikilvægt að bæta úr til að meðal annars bæta mannauð. Áskoranir Lestrarfærni: Rannsóknir okkar sýna að um 56% barna á Íslandi geta tengt saman hljóð og lesið einstaka orð (hafa brotið lestrarkóðann) þegar þau byrja í grunnskóla. Nái barn ekki þessari færni sem er einn af grunnsteinum lesturs glímir það við ólæsi sem hefur áhrif á almenn lífsgæði og möguleika til menntunar. Heikki Lyytinen einn af fremstu fræðimönnum Finna varðandi lestrarnám og færni segir að þegar nemandi hefur öðlast ofangreinda færni (brotið lestrarkóðann) sé hann tilbúinn til að meðtaka stórkostlegan heim bókanna. Nemandinn er kominn með það sjálfstraust og þá trú að hann geti lesið en hún er gríðarlega mikilvæg og leiðir líkum að því að einstaklingur sé tilbúinn til að verja tíma í viðfangsefnið. Þegar grunni í lestri er náð, barn þekkir bókstafi og hljóð og getur tengt saman í orð, tekur við þjálfun og meiri þjálfun til að ná góðu valdi á lestrinum og til a auka orðaforða sem er lykill að góðum lesskilningi og lestri bóka. Heikki telur miðað við áralangar rannsóknir að eiginlega lestrarkennslu skuli hefja í grunnskóla. Hann segir að flest börn séu tilbúin um sjö ára aldur og það skýri hvers vegna börn byrja þá í skóla, í Finnlandi, ekki sex ára eins og hér á landi. Hann segir að í leikskóla skuli megináhersla lögð á hreyfingu, félagsfærni og málþroska/orðaforða en ekkert mæli á móti því að kenna börnum heiti bókstafa og tengja við orð sem þeim eru kennd eins og hvalur á H og snákur á S. Í verkefninu okkar Kveikjum neistann, sem Grunnskóli Vestmannaeyja fóstrar fyrstur allra, náðu 100% nemenda að brjóta lestrarkóðann við lok 1. bekkjar skólaárið 2021-2022 (rannsóknarhópur) og 98% nemenda skólaárið 2022-2023. Rannsóknarhópurinn sem nú var að ljúka öðru ári tók stöðumatið LÆS og samkvæmt því náðu 83% nemenda að lesa texta af nákvæmni og án teljandi villna og svara spurningum. Þar mælist enginn kynjamunur, 83% stúlkna og 83% drengja eru læsir miðað við mælitækið. Til samanburðar voru 61% nemenda læs eftir 2. bekk í Reykjavík árið 2019. 20 skólar víðs vegar um landið sýndu að 52% nemenda voru læsir, 55% stúlkna og 50% drengja, sem sýnir kynjamun stúlkum í hag (LÆS stöðumat vorið 2023).Í skýrslu UNESCO (2020) kemur fram að á Íslandi ná 38% 15 ára unglingar ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði. PISA 2018 sýnir að í fjórum landshlutum (Suðurnesjum, Vesturlandi, Norðurlandi eystra, Vestfjörðum) standa unglingar verr að vígi en norskir og danskir innflytjendur með 457 stig. Drengir á Íslandi höfðu 454 stig. Við svona niðurstöður verður vart búið. Félagsfærni: Í UNICEF skýrslu (2020) segir að 15 ára unglingar á Íslandi höfðu lægstu félagsfærni OECD landa í Evrópu og áttu 30% þeirra erfitt með að eignast vini. Ekki eru þessar niðurstöður okkur í vil og það sama gildir um þær og ofangreint að við þær verður vart búið. Það þarf að koma til aðgerða, fyrirbyggjandi aðgerða og því mælir örugglega enginn gegn. Það þarf að horfa til framtíðar, en ekki bara setja plástra á blæðandi sár barna okkar og unglinga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og hennar ríkisstjórn eru þar gríðarlega mikilvæg, þar eru stórar ákvarðanir teknar og bæði þingmenn og ráðherrar sem sýna málefninu stuðning. Vísindi: Rannsóknir á taugavísindum hafa varið vaxandi og þær settar í samhengi við nám, hvernig lærir heilinn. Öll færni og þekking sem við öðlumst þarf mikla þjálfun. Þjálfun, sérhæfð þjálfun, gerir það að verkum að við sköpum og styrkjum netverk af taugafrumum í heilanum ‘e. Neural network’. Þjálfunin er grundvöllur þekkingar og færni. Ef þjálfun er of lítil náum við ekki að gera færnina eða þekkinguna sjálfvirka þ.e.a.s. að við getum náð í hana þegar við þurfum við ólíkar stundir og aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að við ákveðum hvaða færni og þekking er mikilvæg fyrir börn og unglinga að kunna. Við tökum undir með UNESCO, lestrar- og félagsfærni er lykilfærni sem einstaklingur þarf að hafa í farteskinu svo hann geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Lestrarfærni því lestur er lykill að menntun, heilsu og vellíðan og félagsfærni því hún er lykill að því að geta þrifist með öðrum. Að hafa grunnfærni í að koma fram með virðingu og tillitsemi við aðra, geta hlustað, ígrundað og tjáð sig við aðra. Hér hefur verið bent á þætti sem þarf að efla, med markvissri þjálfun og eftirfylgni. Aðgerðir/Möguleikar: Lestur: Eflum orðaforða og málskilning barna á leikskólaaldri með öllum þeim verkfærum sem til eru og nýtum til þess bestu sérfræðinga í faginu. Finnum út hvað hægt er að gera til að komast nærri því að fjöldi leikskólakennara verði 66% eins og lög gera ráð fyrir en ekki í kringum 20% eins og er nú. Setjum kröfur um íslensku kunnáttu starfsfólks á leikskólum. Eflum þekkingu kennaranema á mikilvægustu aðferðafræði við lestrarkennslu í kennaradeildum HÍ og HA. Þá þarf að útskrifum fulla sjálfstrausts með öll verkfæri í töskunni er tengjast hvernig lestur er kenndur. Eflum kennaranema til að geta gefið börnum og unglingum áskoranir miðað við færni. Eflum fagmennsku kennara og gæði lestrarkennslu í grunnskóla og þar með góðan árangur. Notum ‘evidence based practice´ eða hljóðaaðferð í grunninn sem leggur áherslu á bókstafi og hljóð. Förum frá eind til heildar. Færustu sérfræðingar segja það afar mikilvægt og þá ekki síst fyrir þá sem gætu glímt eða glíma við erfiðleika í lestri. Þegar börn hafa náð grunnfæni og eru farin að lesa þarf að tryggja þjálfun med öllum þeim adferðum sem gera það að verkum að börn takist á við réttar áskoranir til að efla sína lestrarfærni. Eflum markvissa þjálfun og eftirfylgni á lestri. Notum einfalt stöðumat til að mæla stöðu og framfarir nemenda. Eflum skapandi skrif frá því börn hafa brotið lestrarkóðann. Vinnum með markvissa þjálfun á ritun. Eflum heimaþjálfun í lestri, skoðum nýjar leiðir við. Látum af tímamælingum eins og korter á dag, sköpum frekar gæðastundir í samvinnu við foreldra. Þegar barn er farið að lesa má til dæmis lesa texta og/eða bækur 3 sinnum í viku sem gefur aukið svigrúm til þjálfunar og skapar síður streitu á heimilum. Frá og með 2. bekk má skrifa niður hversu margar bækur barn las í hverjum mánuði og hvaða þrjár þeirra voru skemmtilegastar. Það er ekki ofsögum sagt þegar talað er um hve mikilvægt það er að foreldrar lesi fyrir börn sín og spjalli um það sem lesið er. Þetta er ein besta leiðin til að efla orðaforða sem hefur áhrif á lesskilninginn. Þetta á við um öll börn, bæði þau sem lesa sjálf en þá oft einfaldari texta og líka þau sem eru að byrja sinn lestrarferil. Leyfum börnunum að velja sjálf bækur, þannig eykst áhugahvötin. Mikilvægt er að kennarar hafi flokkað bækur í ‘kassa’ eftir erfiðleikastigi og ákveði úr hvaða þyngdarflokki hver nemandi velur. Það tryggir að bókin er hvorki of létt né of þung. Félagsfærni: Eflum færni foreldra, leikskóla- og grunnskólakennara og þjálfara í að vinna með og efla félagsfærni barna og unglinga. Færum þeim leiðir. Vinnum með mikilvæg hugtök eins og virðingu, tillitsemi, hugrekki, vináttu, þrautseigju. Það að vinna með góða hegðun þarf líka mikla þjálfun og eftirfylgni. Eflum gróskuhugarfar alls starfsfólks leikskóla og grunnskóla. Þannig má hafa mikil áhrif á börnin og unglinga: meira gróskuhugarfar kennara - meira gróskuhugarfar nemenda. Eflum trú á eigin getu og þrautseigju hjá börnum og unglingum. Það gerum við með að vinna með réttar áskoranir miðað við færni. Það styrkir áhugahvöt einstaklinga. Verum vakandi yfir stöðu barna okkar. Verum meðvituð um hversu mikilvægt hlutverk það er að þjálfa lestur og gera þá stund sem ánægjulegasta. Foreldrar vinnið með skólanum í að þjálfa bókstafi og hljóð og sjáið til þess að gripið sé til sértækra aðgerða ef börnin geta ekki lesið orð eftir fyrsta árið í grunnskóla og eru ekki læs við lok 2. bekkjar. Amma, afi og eldri systkini geta líka gegnt mikilvægu hlutverki í lestrarnámi barns. Það er á okkar ábyrgð sem eldri erum að efla lestrar- og félagsfærni allra barna. Tími er eitt það besta sem foreldri getur gefið barni sínu, búum til gæðastundir með lestri bóka og samræðum um innihald. Eflum sjálfstraust með umhyggju og natni og eflum félagsfærni barna og unglinga, gefum þeim trú á sig sjálf, því það opnar möguleika þeirra til að verða virkir samfélagsþegnar. Góð liðsheild er einn af lykilþáttum í árangri, gerum þetta saman! Velkomin á okkar Facebook síðu: Vísindi og menntun. Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun