Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2023 13:12 Sjöböðin eiga að opna á Hvítasandi í Landi Þórustaða, innst í Önundarfirði. Aðsend Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endi gamallar flugbrautar verði nýttur sem bílastæði og muni böðin því einungis nýta raskað land undir framkvæmdir og byggingar. Sérstaklega er gætt að því að raska ekki fjölbreyttu fuglalífi í nágrenni baðanna og þau eru felld inn í umhverfið og hönnun og efnisval tekur mið af einstakri náttúru svæðisins. Hönnuðir baðanna eru Sen&Son arkitektar en EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega og verkfræðilega hönnun. Leigutaki og framkvæmdaaðili er Blævængur ehf., en meðal samstarfsaðila þess eru landeigendur, EFLA, Vestfjarðastofa og Uppbyggingarsjóður Flateyrar. Teikningar og útfærsla sjóbaðanna hafa þegar verið kynntar íbúum á svæðinu. Aðgengi að hinni vinsælu sjóbaðsaðsaðstöðu við Holtsbryggju mun með böðunum batna verulega, en bryggjan og nágrenni hennar eru vinsæll áningarstaður ferðamanna á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningunni. Björn Björnsson, bóndi á Þórustöðum og Áslaug Guðrúnardóttir, stjórnarformaður Blævængs ehf. skrifa undir leigusamning um land undir sjóðböðin á Hvítasandi.Aðsend Haft er eftir Áslaugu Guðrúnardóttur, stjórnarformanni Blævængs, að næsta skref sé stofnun og fjármögnun félags um uppbygginguna ásamt nauðsynlegri skipulagsvinnu. „Hér finnum við fyrir mikilli jákvæðni gagnvart þessu verkefni sem við höfum verið að vinna að í tvö ár. Við sjáum fyrir okkur að Hvítisandur verði mikilvægur segull í umhverfisvænni ferðaþjónustu Vestfjarða þar sem áhersla er á gæði þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag þar sem byggingar og starfsemi falli að umhverfinu og virði það en skerði það ekki. Þá erum við hér einnig í samstarfi við EFLU að þróa nýtingu á varmaorku úr sjó með varmadælum sem gæti í framtíðinni nýst til orkuöflunar á Vestfjörðum og öðrum köldum svæðum, en hér er viðvarandi raforkuskortur sem slík tækni gæti átt þátt í að leysa,“ er haft eftir Áslaugu. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endi gamallar flugbrautar verði nýttur sem bílastæði og muni böðin því einungis nýta raskað land undir framkvæmdir og byggingar. Sérstaklega er gætt að því að raska ekki fjölbreyttu fuglalífi í nágrenni baðanna og þau eru felld inn í umhverfið og hönnun og efnisval tekur mið af einstakri náttúru svæðisins. Hönnuðir baðanna eru Sen&Son arkitektar en EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega og verkfræðilega hönnun. Leigutaki og framkvæmdaaðili er Blævængur ehf., en meðal samstarfsaðila þess eru landeigendur, EFLA, Vestfjarðastofa og Uppbyggingarsjóður Flateyrar. Teikningar og útfærsla sjóbaðanna hafa þegar verið kynntar íbúum á svæðinu. Aðgengi að hinni vinsælu sjóbaðsaðsaðstöðu við Holtsbryggju mun með böðunum batna verulega, en bryggjan og nágrenni hennar eru vinsæll áningarstaður ferðamanna á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningunni. Björn Björnsson, bóndi á Þórustöðum og Áslaug Guðrúnardóttir, stjórnarformaður Blævængs ehf. skrifa undir leigusamning um land undir sjóðböðin á Hvítasandi.Aðsend Haft er eftir Áslaugu Guðrúnardóttur, stjórnarformanni Blævængs, að næsta skref sé stofnun og fjármögnun félags um uppbygginguna ásamt nauðsynlegri skipulagsvinnu. „Hér finnum við fyrir mikilli jákvæðni gagnvart þessu verkefni sem við höfum verið að vinna að í tvö ár. Við sjáum fyrir okkur að Hvítisandur verði mikilvægur segull í umhverfisvænni ferðaþjónustu Vestfjarða þar sem áhersla er á gæði þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag þar sem byggingar og starfsemi falli að umhverfinu og virði það en skerði það ekki. Þá erum við hér einnig í samstarfi við EFLU að þróa nýtingu á varmaorku úr sjó með varmadælum sem gæti í framtíðinni nýst til orkuöflunar á Vestfjörðum og öðrum köldum svæðum, en hér er viðvarandi raforkuskortur sem slík tækni gæti átt þátt í að leysa,“ er haft eftir Áslaugu.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira