Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 00:01 Stefán segist síst hafa átt von á að lenda í slíku atviki í Fossvogsdalnum. Facebook/Vilhelm Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira