Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 00:01 Stefán segist síst hafa átt von á að lenda í slíku atviki í Fossvogsdalnum. Facebook/Vilhelm Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira