Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 16:51 Íslenskir skátar reyndu að láta mikinn hita ekki á sig fá og stóðu vaktina í Íslandstjaldinu. Bandalag íslenskra skáta Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda. Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda.
Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist