Við ræðum við fararstjóra íslenska hópsins í Suður-Kóreu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Þá tökum við stöðuna á Litla-Hrúti en hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri fjallinu, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar.
Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leiti vel fram á öllu landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár þá bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð.
Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger um síðustu mánaðamót hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.