Portúgalskur prestur þeytir skífum á næturklúbbum Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2023 12:25 Guilherme sýnir alvöru takta þegar hann þeytir skífum. Stöð 2 Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag. „Ég reyni að tala sama tungumál og unga fólkið og umgangast það. Það var aldrei ætla mín að spila til að fá þau inn í kirkjuna. Nei, það var aldrei ætlunin,“ sagði séra Guilherme Peixoto í viðtali við portúgalska fréttamiðla. „Tilgangurinn var alltaf að umgangast þau og færa þeim mína gleði, trú mína og andlegu upphafningu. Ég vildi færa þeim þetta í gegnum tónlistina,“ sagði hann einnig. „Ef ég finn ekki fyrir því sem ég geri get ég ekki tjáð það öðrum. Hafi ég áhyggjur af því hver sé að fylgjast með finn ég að ég er undir álagi og það er óþarfi. Mikilvægast er að njóta tónlistarinnar. Ég gerði tilraunir og skoðaði alla möguleika tónlistarinnar,“ sagði hann um tónlistina. Guilherme segist hafa haft mikinn áhuga á raftónlist í gegnum tíðina en fallið fyrir teknóinu. „Afróhústónlis, hústónlist, tekknótónlist og norræn-tekknótónlist og í gegnum þessar tilraunir á tónleikum mínum varð þessi hljómveggur til. Prestur góður, gleymdu þessu og spilaðu tekknó. Þau hvöttu mig til dáða. Spila tekknó? Klikkuð hugmynd,“ sagði Guilherme. Spilaði fyrir milljón manna Séra Guilherme er gríðarlega vinsæll plötusnúður og spilaði á alþjóðlegri hátíð kaþólskra ungmenna í Lissabon á sunnudag. Hátíðin endaði með risastórri messu utandyra þar sem um ein og hálf milljón manna hlustuðu á DJ-sett hans. Hann endaði sett sitt á að blanda ræðubútum sínum inn í tónlistina þar sem hann sagði kirkjuna vera stað fyrir allra og sagðist óska sér heimsfriðar. Lokaorðinu voru síðan „Í lífinu er ekkert ókeypis, það kostar allt. Það er bara eitt sem er ókeypis: ást Jesú.“ Hér fyrir neðan má hlusta á DJ-sett Guilherme í heild sinni: Portúgal Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Ég reyni að tala sama tungumál og unga fólkið og umgangast það. Það var aldrei ætla mín að spila til að fá þau inn í kirkjuna. Nei, það var aldrei ætlunin,“ sagði séra Guilherme Peixoto í viðtali við portúgalska fréttamiðla. „Tilgangurinn var alltaf að umgangast þau og færa þeim mína gleði, trú mína og andlegu upphafningu. Ég vildi færa þeim þetta í gegnum tónlistina,“ sagði hann einnig. „Ef ég finn ekki fyrir því sem ég geri get ég ekki tjáð það öðrum. Hafi ég áhyggjur af því hver sé að fylgjast með finn ég að ég er undir álagi og það er óþarfi. Mikilvægast er að njóta tónlistarinnar. Ég gerði tilraunir og skoðaði alla möguleika tónlistarinnar,“ sagði hann um tónlistina. Guilherme segist hafa haft mikinn áhuga á raftónlist í gegnum tíðina en fallið fyrir teknóinu. „Afróhústónlis, hústónlist, tekknótónlist og norræn-tekknótónlist og í gegnum þessar tilraunir á tónleikum mínum varð þessi hljómveggur til. Prestur góður, gleymdu þessu og spilaðu tekknó. Þau hvöttu mig til dáða. Spila tekknó? Klikkuð hugmynd,“ sagði Guilherme. Spilaði fyrir milljón manna Séra Guilherme er gríðarlega vinsæll plötusnúður og spilaði á alþjóðlegri hátíð kaþólskra ungmenna í Lissabon á sunnudag. Hátíðin endaði með risastórri messu utandyra þar sem um ein og hálf milljón manna hlustuðu á DJ-sett hans. Hann endaði sett sitt á að blanda ræðubútum sínum inn í tónlistina þar sem hann sagði kirkjuna vera stað fyrir allra og sagðist óska sér heimsfriðar. Lokaorðinu voru síðan „Í lífinu er ekkert ókeypis, það kostar allt. Það er bara eitt sem er ókeypis: ást Jesú.“ Hér fyrir neðan má hlusta á DJ-sett Guilherme í heild sinni:
Portúgal Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira