Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 16:24 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd. Vísir/Aðsend Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira