Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 16:24 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd. Vísir/Aðsend Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira