Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 14:26 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 31. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira