Sú stóra er framundan Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 11:45 Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Virðum umferðarreglurnar Umferðarreglur eru settar til að þetta stóra samvinnuverkefni okkar, umferðin, gangi vel fyrir sig og áfallalaust. Mikilvægt er að ökumenn virði hámarkshraða, taki ekki fram úr nema aðstæður leyfi, noti bílbelti, séu allsgáðir og veiti akstrinum fulla athygli. Ef fiktað er í síma undir stýri getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Rannsóknir sýna að ef fólk sendir textaskilaboð undir stýri þá eykst viðbragðstíminn umtalsvert og verður jafnvel enn hægari en hjá drukkinni manneskju. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Á 70 km hraða keyrir þú því næstum því 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 km hraða eru það 125 metrar sem er lengra en heill fótboltavöllur. Líkur á slysi snaraukast en þegar þú notar síma undir stýri er 23 sinnum líklegra að þú lendir í slysi. Drukknir ökumenn og ökumenn í síma eiga það sameiginlegt að átta sig ekki á hversu skert hæfni þeirra sem ökumanna raunverulega er. Er þetta símafikt í alvörunni svona mikilvægt? Í upphafi skyldi endinn skoða Þegar kemur að akstri er mikilvægt að sýna fyrirhyggju. Nauðsynlegt er að bílstjóri sé vel úthvíldur og í stakk búinn til að stýra ökutæki. Mikið er í húfi og því er oft betra að leggja einfaldlega síðar af stað ef hvíldar er þörf. Lykilatriði er að gefa sér nægan tíma í umferðinni frekar en að taka óþarfa áhættu. Gott er að athuga ástand bílsins áður en lagt er af stað og þarf ástand ökutækis að vera í lagi áður en farið er í ferðalag og varadekk í skottinu. Þetta á bæði við um bíldekk og ferðavagna. Allir ferðavagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Einnig þarf að gæta þess að festa vel ferðavagna, hafa gott útsýni úr baksýnis- og hliðarspeglum og huga að veðurspá áður en lagt er af stað. Við mælum einnig með að hafa framrúðuplástur með í för ef svo óheppilega vill til að steinn skjótist í framrúðuna og skilji eftir sig stjörnu. Þá er hægt að smella plástri á stjörnuna þar til hægt er að athuga með viðgerð á rúðunni. Velkomið er að koma við í útibúum okkar hjá Sjóvá og sækja framrúðuplástra. Að lokum minnum við á að ganga vel frá heimilinu áður en lagt er af stað, læsa og huga að innbrotavörnum en innbrot færast oft í aukana þegar fólk fer í frí. Af litlum neista verður oft mikið bál Heilbrigð skynsemi fleytir okkur langt en þó er gott að minna á nokkur atriði sem gleymst geta í lífsins glaum. Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið og þá skapast aðstæður þar sem hætta getur verið á gróðureldum. Hiti, þurrkur og vindur auka hættuna á að lítil glóð geti breytt úr sér í þurrum gróðri og því er vert að gæta þess að fara varlega með eld í náttúrunni. Notkun á grillum ýmiss konar, svo sem kolagrillum, einnota grillum og holugrillum getur tendrað neistann. Glóð úr sígarettu, opinn eldur, varðeldar og neisti úr útblæstri bifreiðar geta einnig tendrað eld svo og neistaflug frá rafmagnsverkfærum. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát og kveikja ekki eld í viðkvæmum aðstæðum. Yfirskriftin ,,af litlum neista verður oft mikið bál“ er einnig eitthvað sem yfirfæra mætti á hegðun og vert að leggja upp með góð samskipti og þolinmæði að leiðarljósi nú þegar haldið er af stað í komandi ferðalög og á hátíðir. Ef við höldum áfram að tala í myndlíkingum þá er líka hægt að tendra neistann í huggulegra samhengi og líklega óhjákvæmilegt þessa stemningshelgi. En göngum hægt um gleðinnar dyr og sýnum hvort öðru virðingu og vinsemd. Það er miklu skemmtilegra. Góða verslunarmannahelgi! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Tryggingar Sjóvá Umferðaröryggi Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Virðum umferðarreglurnar Umferðarreglur eru settar til að þetta stóra samvinnuverkefni okkar, umferðin, gangi vel fyrir sig og áfallalaust. Mikilvægt er að ökumenn virði hámarkshraða, taki ekki fram úr nema aðstæður leyfi, noti bílbelti, séu allsgáðir og veiti akstrinum fulla athygli. Ef fiktað er í síma undir stýri getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Rannsóknir sýna að ef fólk sendir textaskilaboð undir stýri þá eykst viðbragðstíminn umtalsvert og verður jafnvel enn hægari en hjá drukkinni manneskju. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Á 70 km hraða keyrir þú því næstum því 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 km hraða eru það 125 metrar sem er lengra en heill fótboltavöllur. Líkur á slysi snaraukast en þegar þú notar síma undir stýri er 23 sinnum líklegra að þú lendir í slysi. Drukknir ökumenn og ökumenn í síma eiga það sameiginlegt að átta sig ekki á hversu skert hæfni þeirra sem ökumanna raunverulega er. Er þetta símafikt í alvörunni svona mikilvægt? Í upphafi skyldi endinn skoða Þegar kemur að akstri er mikilvægt að sýna fyrirhyggju. Nauðsynlegt er að bílstjóri sé vel úthvíldur og í stakk búinn til að stýra ökutæki. Mikið er í húfi og því er oft betra að leggja einfaldlega síðar af stað ef hvíldar er þörf. Lykilatriði er að gefa sér nægan tíma í umferðinni frekar en að taka óþarfa áhættu. Gott er að athuga ástand bílsins áður en lagt er af stað og þarf ástand ökutækis að vera í lagi áður en farið er í ferðalag og varadekk í skottinu. Þetta á bæði við um bíldekk og ferðavagna. Allir ferðavagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Einnig þarf að gæta þess að festa vel ferðavagna, hafa gott útsýni úr baksýnis- og hliðarspeglum og huga að veðurspá áður en lagt er af stað. Við mælum einnig með að hafa framrúðuplástur með í för ef svo óheppilega vill til að steinn skjótist í framrúðuna og skilji eftir sig stjörnu. Þá er hægt að smella plástri á stjörnuna þar til hægt er að athuga með viðgerð á rúðunni. Velkomið er að koma við í útibúum okkar hjá Sjóvá og sækja framrúðuplástra. Að lokum minnum við á að ganga vel frá heimilinu áður en lagt er af stað, læsa og huga að innbrotavörnum en innbrot færast oft í aukana þegar fólk fer í frí. Af litlum neista verður oft mikið bál Heilbrigð skynsemi fleytir okkur langt en þó er gott að minna á nokkur atriði sem gleymst geta í lífsins glaum. Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið og þá skapast aðstæður þar sem hætta getur verið á gróðureldum. Hiti, þurrkur og vindur auka hættuna á að lítil glóð geti breytt úr sér í þurrum gróðri og því er vert að gæta þess að fara varlega með eld í náttúrunni. Notkun á grillum ýmiss konar, svo sem kolagrillum, einnota grillum og holugrillum getur tendrað neistann. Glóð úr sígarettu, opinn eldur, varðeldar og neisti úr útblæstri bifreiðar geta einnig tendrað eld svo og neistaflug frá rafmagnsverkfærum. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát og kveikja ekki eld í viðkvæmum aðstæðum. Yfirskriftin ,,af litlum neista verður oft mikið bál“ er einnig eitthvað sem yfirfæra mætti á hegðun og vert að leggja upp með góð samskipti og þolinmæði að leiðarljósi nú þegar haldið er af stað í komandi ferðalög og á hátíðir. Ef við höldum áfram að tala í myndlíkingum þá er líka hægt að tendra neistann í huggulegra samhengi og líklega óhjákvæmilegt þessa stemningshelgi. En göngum hægt um gleðinnar dyr og sýnum hvort öðru virðingu og vinsemd. Það er miklu skemmtilegra. Góða verslunarmannahelgi! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun