Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 14:16 Oliver Sigurjónsson fer framhjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í fyrri leiknum. Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Sjá meira
FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Sjá meira