„Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 2. ágúst 2023 08:01 Það vakti nokkra athygli mína að í nýrri samgönguáætlun sem legið hefur inn á samráðsgáttinni vef Stjórnarráðsins í sumar til kynningar að ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við Húnavallaleið í fyrirliggjandi áætlun til næstu 15 ára. Það er stytting þjóðvegar 1 við Blönduós. Það er margt sem mælir með gerð nýrrar leiðar, Húnavallaleiðar. Styttingar á þjóðvegi eitt Akureyri – Reykjavík Um langt skeið hefur helst verið litið til þriggja kosta í tengslum við mögulegar styttingar á þjóðveginum á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Mesta vegstyttingin fengist með lagningu Húnavallaleiðar, þar sem hægt er að stytta leiðina um 14 km með lagningu 17 km vegar. Hinir tveir kostirnir eru annars vegar lagning Sundabrautar sem myndi stytta leiðina um 6-10 km. og aðrir 5-6 km í styttingu yrðu um svokallaða Vindheimaleið í Skagafirði eða allt að 30 km. Hér er rétt að geta þess að Húnavallaleið er með talin með arðsömustu samgönguframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag og talin borga sig upp á örfáum árum. Guðsmaðurinn og Þjóðólfur árið 1891 Umræða um styttingar vegleiða á því svæði sem hér er til umræðu eru ekki nýjar af nálinni. Séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu skrifar grein sem birtist í Þjóðólfi 29.maí 1891. Já fyrir rúmlega 130 árum síðan undir heitinu ,,Ný aðalpóstleið í Húnavatnssýslu“. Áhugaverð grein þar sem ítarlega er farið yfir það málefni sem hér er til umræðu. Guðsmaðurinn skrifar greinina eftir nýafstaðinn fund sýslunefndar Húnvetninga. Í greininni lýsir Stefán í löngu máli sinni afstöðu til málsins og skrifar m.a: ,,Af því jeg var er svona mikið barn í vegfræðinni, gat jeg ekki fylgst með meðnefndarmönnum mínum í sýslunefndinni, nje gefið atkvæði mitt með hinum afarstóra vinkilkrók aðalpóstleiðarinnar út á Blönduós og fram allan Langadal…“. Hér er rétt að geta þegar talað var um aðalpóstleið á þessum árum er það sambærilegt þegar við tölum um þjóðveginn í dag. Þannig að efasemdir um núverandi leið hafa lengi verið til staðar. Umferðaröryggissjónarmið Í greinargerð Vegagerðarinnar sem umferðarsérfræðingar hennar unnu og sendu umhverfisráðherra vorið 2011 kom meðal annars eftirfarandi fram: ,,Þar ber fyrst að telja að styttingin ein og sér mun leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi. Er áætlað, miðað við óbreytta slysatíðni, að styttingin fækki óhöppum og slysum um ca. 150 á 20 ára tímabili. Auk þessa er gert ráð fyrir að hinn nýi vegur verði með lægri slysatíðni en núverandi leið sem byggist á því að vegurinn verður með minni langhalla, víðari beygjur, færri gatnamót, betri sjónlengdir og í heild með betri samfellu í veglínunni sem að öllu samanlögðu leiðir til lægri slysatíðni. Fækkun slysa og óhappa áætluð um 220." Sérfræðingarnir reikna sem sagt með að óhöppum og slysum fækki með tilkomu Húnavallaleiðar um ellefu að meðaltali á ári í sínum útreikningum fyrir rúmum áratug síðan. Í nýrri samgönguáætlun sem nú liggur fyrir er mikil áhersla á umferðaröryggi er er, það er reyndar lykilviðfangsefni nýrrar áætlunar. Það hefur náðst mikill árangur á Íslandi í að efla umferðaröryggi og fækka slysum á undanförnum áratugum. Vegalög og umferðaröryggi Í vegalögum sem samþykkt voru á alþingi 2007 kemur fram í annarri málsgrein 28. greinar: ,,Ákveða skal legu þjóðvega í skipulagi að fenginni tillögu Vegagerðarinnar að höfðu samráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vegagerðarinnar skal það rökstyðja það sérstaklega. Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér“. Þetta hlýtur að teljast kristaltært: ,, Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér“. Inngrip þáverandi innanríkisráðherra Innanríkisráðherra þess tíma Ögmundur Jónasson fyrirskipaði Vegagerðinni að afturkalla tillögu stofnunarinnar um nýtt vegstæði vegar sem gekk undir heitinu Húnavallaleið, með bréfi ráðherra dagsett 13.apríl 2012 þar sem hannskipar Vegagerðinni að afturkalla tillögur að nýrri veglínu án þess að fyrir liggi rökstuðningur sveitarfélagsins af hverju eigi að gera það. Það er gert á þeirri forsendu að Vegagerðin megi ekki fara út fyrir það sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun. Vegagerðin hlýðir þessu og dregur tillögur sínar til baka enda erfitt fyrir Vegagerðina að standa í stríði við yfirmann sinn. Húnavallaleið og ný samgönguáætlun Ráðherra þess tíma hafði að engu sjónarmið sem snúa að umferðaröryggissjónarmiðum, þjóðhagslegrar arðsemi styttingarinnar eða umhverfisþátta. Það var sorgleg stjórnsýsla, þar sem hart var gengið gegn hagsmunum heildarinnar. Það hlýtur því að vera forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun. Höfundur er alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Umferð Njáll Trausti Friðbertsson Húnabyggð Vegagerð Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli mína að í nýrri samgönguáætlun sem legið hefur inn á samráðsgáttinni vef Stjórnarráðsins í sumar til kynningar að ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við Húnavallaleið í fyrirliggjandi áætlun til næstu 15 ára. Það er stytting þjóðvegar 1 við Blönduós. Það er margt sem mælir með gerð nýrrar leiðar, Húnavallaleiðar. Styttingar á þjóðvegi eitt Akureyri – Reykjavík Um langt skeið hefur helst verið litið til þriggja kosta í tengslum við mögulegar styttingar á þjóðveginum á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Mesta vegstyttingin fengist með lagningu Húnavallaleiðar, þar sem hægt er að stytta leiðina um 14 km með lagningu 17 km vegar. Hinir tveir kostirnir eru annars vegar lagning Sundabrautar sem myndi stytta leiðina um 6-10 km. og aðrir 5-6 km í styttingu yrðu um svokallaða Vindheimaleið í Skagafirði eða allt að 30 km. Hér er rétt að geta þess að Húnavallaleið er með talin með arðsömustu samgönguframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag og talin borga sig upp á örfáum árum. Guðsmaðurinn og Þjóðólfur árið 1891 Umræða um styttingar vegleiða á því svæði sem hér er til umræðu eru ekki nýjar af nálinni. Séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu skrifar grein sem birtist í Þjóðólfi 29.maí 1891. Já fyrir rúmlega 130 árum síðan undir heitinu ,,Ný aðalpóstleið í Húnavatnssýslu“. Áhugaverð grein þar sem ítarlega er farið yfir það málefni sem hér er til umræðu. Guðsmaðurinn skrifar greinina eftir nýafstaðinn fund sýslunefndar Húnvetninga. Í greininni lýsir Stefán í löngu máli sinni afstöðu til málsins og skrifar m.a: ,,Af því jeg var er svona mikið barn í vegfræðinni, gat jeg ekki fylgst með meðnefndarmönnum mínum í sýslunefndinni, nje gefið atkvæði mitt með hinum afarstóra vinkilkrók aðalpóstleiðarinnar út á Blönduós og fram allan Langadal…“. Hér er rétt að geta þegar talað var um aðalpóstleið á þessum árum er það sambærilegt þegar við tölum um þjóðveginn í dag. Þannig að efasemdir um núverandi leið hafa lengi verið til staðar. Umferðaröryggissjónarmið Í greinargerð Vegagerðarinnar sem umferðarsérfræðingar hennar unnu og sendu umhverfisráðherra vorið 2011 kom meðal annars eftirfarandi fram: ,,Þar ber fyrst að telja að styttingin ein og sér mun leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi. Er áætlað, miðað við óbreytta slysatíðni, að styttingin fækki óhöppum og slysum um ca. 150 á 20 ára tímabili. Auk þessa er gert ráð fyrir að hinn nýi vegur verði með lægri slysatíðni en núverandi leið sem byggist á því að vegurinn verður með minni langhalla, víðari beygjur, færri gatnamót, betri sjónlengdir og í heild með betri samfellu í veglínunni sem að öllu samanlögðu leiðir til lægri slysatíðni. Fækkun slysa og óhappa áætluð um 220." Sérfræðingarnir reikna sem sagt með að óhöppum og slysum fækki með tilkomu Húnavallaleiðar um ellefu að meðaltali á ári í sínum útreikningum fyrir rúmum áratug síðan. Í nýrri samgönguáætlun sem nú liggur fyrir er mikil áhersla á umferðaröryggi er er, það er reyndar lykilviðfangsefni nýrrar áætlunar. Það hefur náðst mikill árangur á Íslandi í að efla umferðaröryggi og fækka slysum á undanförnum áratugum. Vegalög og umferðaröryggi Í vegalögum sem samþykkt voru á alþingi 2007 kemur fram í annarri málsgrein 28. greinar: ,,Ákveða skal legu þjóðvega í skipulagi að fenginni tillögu Vegagerðarinnar að höfðu samráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vegagerðarinnar skal það rökstyðja það sérstaklega. Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér“. Þetta hlýtur að teljast kristaltært: ,, Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér“. Inngrip þáverandi innanríkisráðherra Innanríkisráðherra þess tíma Ögmundur Jónasson fyrirskipaði Vegagerðinni að afturkalla tillögu stofnunarinnar um nýtt vegstæði vegar sem gekk undir heitinu Húnavallaleið, með bréfi ráðherra dagsett 13.apríl 2012 þar sem hannskipar Vegagerðinni að afturkalla tillögur að nýrri veglínu án þess að fyrir liggi rökstuðningur sveitarfélagsins af hverju eigi að gera það. Það er gert á þeirri forsendu að Vegagerðin megi ekki fara út fyrir það sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun. Vegagerðin hlýðir þessu og dregur tillögur sínar til baka enda erfitt fyrir Vegagerðina að standa í stríði við yfirmann sinn. Húnavallaleið og ný samgönguáætlun Ráðherra þess tíma hafði að engu sjónarmið sem snúa að umferðaröryggissjónarmiðum, þjóðhagslegrar arðsemi styttingarinnar eða umhverfisþátta. Það var sorgleg stjórnsýsla, þar sem hart var gengið gegn hagsmunum heildarinnar. Það hlýtur því að vera forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun. Höfundur er alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar