„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 11:54 Þyrlur frá ýmsum flugfélögum fara margar útsýnisferðir á dag yfir eldgosið við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira