Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“ Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2023 14:31 Theódór Elmar Bjarnason og félagar í KR mæta Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira