Í framhaldinu verður frystitogarinn Örfirisey RE-4 seldur. Greint er frá þessu á vef Brims og að skipið hafi verið keypt af Tuukkaq Trawl AS, hlutdeildarfélagi grænlenska sjávarútvegsfyrirtækisins Royal Greenland AS. Frystitogarinn var smíðaður árið 2001 í Noregi og er sagður 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður.
Fyrirhugað er að hann fari til veiða við Íslandsstrendur í september undir nafninu Þerney RE-3. Á dögunum var greint frá því að alls 31 starfsmaður missi vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu.