Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 17:23 Teitur Guðmundsson læknir er forstjóri Heilsuverndar. Bylgjan Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. „Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“ Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“
Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira