Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 17:23 Teitur Guðmundsson læknir er forstjóri Heilsuverndar. Bylgjan Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. „Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“ Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“
Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira