Kaupfélag Vestur-Húnvetninga stefnir á stórfellda skógarplöntuframleiðslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2023 14:32 Kaupfélag Vestur–Húnvetninga, sem hefur ásamt fleiri aðilum tekið þátt í verkefni sem hefur verið nefnt “Skógarplöntur”. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaupfélag Vestur–Húnvetninga skoðar nú þann möguleika að fara út í stórfellda skógarplöntuframleiðslu með því að reisa hátækni gróðrarstöð, sem getur framleitt allt að 15 milljónir plantna árlega. Sveitarstjóri Húnaþings vestra er mjög spenntur fyrir verkefninu og vonar að það verði að veruleika. Kaupfélag Vestur–Húnvetninga ásamt fleiri aðilum hefur tekið þátt í verkefni sem hefur verið nefnt „Skógarplöntur“. Verkefnið miðar að því að koma á fót gróðrarstöð sem framleiðir trjáplöntur til gróðursetningar, allt af 15 milljónir plantna á ári. Hugmyndin er að reisa gróðrarstöð, sem byggi á mikilli sjálfvirkni, sem gerir það meðal annars að verkum að erfiðustu störfin verða unnin með vélum en ekki af fólki. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra er mjög spennt fyrir verkefni kaupfélagsins. „Já, mjög spennt en áformin eru að reisa í þremur áföngum verksmiðju, sem framleiðir 15 milljónir plantna. Mér skilst að það muni þó ekki mæta þeirri þörf, sem á eftir að skapast hér á næstu árum þannig að þarna er mikið tækifæri,” segir Unnur. Unnur Valborg, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög spennt og áhugasömu um skógræktarverkefni kaupfélagsins og fleiri aðila á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kaupfélagið er að standa í þessu? „Kaupfélagið er að standa í þessu ásamt fleiru verkefnum og rekur hérna alveg frábæra verslun, matvöru, gjafavöru, fatnað eins og kaupfélög eiga að vera og rekur líka hérna byggingarvöru og búvöruverslun, þannig að við búum mjög vel hvað það varðar.” En hvaða skoðun hefur sveitarstjórinn á skógrækt, eigum við að planta meira og meira? „Þeir segja það að við munum þurfa að gera það til að mæta loftlagsmarkmiðum okkar og því er þörfin fyrir plönturnar til staðar,” segir Unnur. Á heimasíðu Kaupfélagsins kemur fram að engin viti með vissu hvort skógræktarstöðin rísi í héraðinu á næstu misserum en að þeir sem standa að verkefninu hafi fulla trú að það sé góður rekstrargrundvöllur til staðar og þörf sé fyrir framleiðslu stöðvarinnar á markaðnum. Heimasíða kaupfélagsins Um verður að ræða hátækni gróðrarstöð, sem getur framleitt allt að 15 milljónir plantna árlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnaþing vestra Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kaupfélag Vestur–Húnvetninga ásamt fleiri aðilum hefur tekið þátt í verkefni sem hefur verið nefnt „Skógarplöntur“. Verkefnið miðar að því að koma á fót gróðrarstöð sem framleiðir trjáplöntur til gróðursetningar, allt af 15 milljónir plantna á ári. Hugmyndin er að reisa gróðrarstöð, sem byggi á mikilli sjálfvirkni, sem gerir það meðal annars að verkum að erfiðustu störfin verða unnin með vélum en ekki af fólki. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra er mjög spennt fyrir verkefni kaupfélagsins. „Já, mjög spennt en áformin eru að reisa í þremur áföngum verksmiðju, sem framleiðir 15 milljónir plantna. Mér skilst að það muni þó ekki mæta þeirri þörf, sem á eftir að skapast hér á næstu árum þannig að þarna er mikið tækifæri,” segir Unnur. Unnur Valborg, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög spennt og áhugasömu um skógræktarverkefni kaupfélagsins og fleiri aðila á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kaupfélagið er að standa í þessu? „Kaupfélagið er að standa í þessu ásamt fleiru verkefnum og rekur hérna alveg frábæra verslun, matvöru, gjafavöru, fatnað eins og kaupfélög eiga að vera og rekur líka hérna byggingarvöru og búvöruverslun, þannig að við búum mjög vel hvað það varðar.” En hvaða skoðun hefur sveitarstjórinn á skógrækt, eigum við að planta meira og meira? „Þeir segja það að við munum þurfa að gera það til að mæta loftlagsmarkmiðum okkar og því er þörfin fyrir plönturnar til staðar,” segir Unnur. Á heimasíðu Kaupfélagsins kemur fram að engin viti með vissu hvort skógræktarstöðin rísi í héraðinu á næstu misserum en að þeir sem standa að verkefninu hafi fulla trú að það sé góður rekstrargrundvöllur til staðar og þörf sé fyrir framleiðslu stöðvarinnar á markaðnum. Heimasíða kaupfélagsins Um verður að ræða hátækni gróðrarstöð, sem getur framleitt allt að 15 milljónir plantna árlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnaþing vestra Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira