Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 08:00 Ása sneri aftur að heimili hennar og Rex Heuermann í dag. Facebook/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira