Óvissa um framtíð Jóns í starfi: „Neita að tjá mig um það“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:39 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram, neitar að tjá sig um það hvort þjálfaramál karlaliðs félagsins séu til skoðunar. Í bili hið minnsta eins og hann tjáði Vísi. Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Besta deild karla Fram Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Besta deild karla Fram Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira