Verratti bætist í hóp Arabíufara | Eyðslan yfir tvö hundruð milljónir Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 16:30 Marco Verratti er hrifnari af því að spila fyrir Al-Hilal en félagi sinn Kylian Mbappé. John Berry/Getty Images Ítalinn Marco Verratti hefur náð samkomulagi við Al-Hilal í Sádi-Arabíu um að spila með liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi á komandi vetri. Hann fer til liðsins frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem greinir frá því að viðræður milli Verratti og sádíska félagsins séu langt komnar. Al-Hilal reyndi að gera liðsfélaga hans Kylian Mbappé að bæði dýrasta og launahæsta leikmanni sögunnar en í gær var greint frá því að sá franski hafi hafnað boðinu. Verratti virðist hins vegar hrifinn af því að flytja að Persaflóa og fær að líkindum væna þóknun fyrir. Hann verður þriðji miðjumaðurinn sem félagið festir kaup á í sumar á eftir Portúgalanum Rúben Neves, sem kom frá Wolves á Englandi, og Serbanum Sergej Milinkovic-Savic, sem kom frá Lazio á Ítalíu. Þá fékk Al-Hilal einnig miðvörðinn Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Brasilíumanninn Malcom frá Zenit í Rússlandi. Verratti hefur leikið fyrir PSG frá árinu 2012 og átti samning til sumars 2026. Talið er að sádíska liðið geri þriggja ára samning við Ítalann og borgi PSG um 30 milljónir evra fyrir kauða. Þá er Verratti ekki eini miðjumaðurinn á förum frá PSG en Renato Sanches er ekki í áformum liðsins og líklega á leið til Roma á Ítalíu, mögulega á láni. Kaup Al-Hilal frá Evrópu í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea á 20 milljónir evra Rúben Neves frá Wolves á 60 milljónir evra Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio á 40 milljónir evra Malcom frá Zenit á 65 milljónir evra Marco Verratti frá PSG á 30 milljónir evra* Alls: 215 milljónir evra* þegar skipti Verratti ganga í gegn Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem greinir frá því að viðræður milli Verratti og sádíska félagsins séu langt komnar. Al-Hilal reyndi að gera liðsfélaga hans Kylian Mbappé að bæði dýrasta og launahæsta leikmanni sögunnar en í gær var greint frá því að sá franski hafi hafnað boðinu. Verratti virðist hins vegar hrifinn af því að flytja að Persaflóa og fær að líkindum væna þóknun fyrir. Hann verður þriðji miðjumaðurinn sem félagið festir kaup á í sumar á eftir Portúgalanum Rúben Neves, sem kom frá Wolves á Englandi, og Serbanum Sergej Milinkovic-Savic, sem kom frá Lazio á Ítalíu. Þá fékk Al-Hilal einnig miðvörðinn Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Brasilíumanninn Malcom frá Zenit í Rússlandi. Verratti hefur leikið fyrir PSG frá árinu 2012 og átti samning til sumars 2026. Talið er að sádíska liðið geri þriggja ára samning við Ítalann og borgi PSG um 30 milljónir evra fyrir kauða. Þá er Verratti ekki eini miðjumaðurinn á förum frá PSG en Renato Sanches er ekki í áformum liðsins og líklega á leið til Roma á Ítalíu, mögulega á láni. Kaup Al-Hilal frá Evrópu í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea á 20 milljónir evra Rúben Neves frá Wolves á 60 milljónir evra Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio á 40 milljónir evra Malcom frá Zenit á 65 milljónir evra Marco Verratti frá PSG á 30 milljónir evra* Alls: 215 milljónir evra* þegar skipti Verratti ganga í gegn
Kaup Al-Hilal frá Evrópu í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea á 20 milljónir evra Rúben Neves frá Wolves á 60 milljónir evra Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio á 40 milljónir evra Malcom frá Zenit á 65 milljónir evra Marco Verratti frá PSG á 30 milljónir evra* Alls: 215 milljónir evra* þegar skipti Verratti ganga í gegn
Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira