Bílar og mikið magn timburs juku brunaálag í eldsvoðanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 20:24 Í húsnæðinu voru meðal annars bílar og búslóðir. Stöð 2/Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Mikill eldsvoði varð í geymsluhúsnæði á horni Víkurbrautar og Hrannargötu í Reykjanesbæ í dag. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir að bílar, hjólhýsi og mikið magn timburs hafi aukið brunaálag í elsvoðanum. „Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira