Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. júlí 2023 23:56 Sirrý Arnardóttir er venjulega ánægð með að hafa flugvöll nálægt heimili sínu. Það hefur breyst. Stöð 2 Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“ Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira