Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Ekki hefur náðst í Páleyju vegna málsins.
Þann 3. október 2022 var lögregla kölluð á vettvang, í fjölbýlishúsi á Ólafsfirði, þar sem karlmaður lést af sárum sínum. Fjórir voru handteknir og þrjú upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald. Tveimur var sleppt, húsráðanda og eiginkonu mannisns.
Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði, yfir þeim sem grunaður er um að bana manninum, að vafi væri uppi um hvort honum hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn.
Í úrskurðinum kom fram að líklegt væri að hinn látni hefði veist að manninum með hnífi og stungið hann í andlit og læri. Hinn grunaði hafi síðar náð yfirhöndinni í átökunum og veitt hinum stungusár sem drógu hann til dauða.
Í nóvember fór fram sviðsetning atburðarins með liðsinni sakbornings. Fram hefur komið í tilkynningum frá lögreglu að rannsókn hafi miðað vel.