Lögreglan greinir frá því í dagbók sinni að aðstoðar lögreglu hafi verið óskað vegna „ógnandi aðila sem hótaði að stinga vegfarendur með hníf í hverfi 101“. Beita hafi þurft piparúða til að yfirbuga viðkomandi þar sem hann hlýddi engum fyrirmælum og var þar að auki vopnaður. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.
Í sama hverfi var tilkynnt um eignaspjöll þar sem ungmenni höfðu sprengt upp kamar með flugeldum. Þá hafði mittistösku einnig verið stolið af ferðamanni í miðborginni.
Þá var ökumaður sektaður í Hlíðunum fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum en hann hafði ítrekað gerst sekur um að aka bifreið án ökuréttinda.
Tilkynnt var um eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Völlunum. Slökkvilið o g