Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. júlí 2023 20:19 Silli hyggst hleypa öðrum keppendum að á næsta ári, enda búinn að vinna fjögur ár í röð. Vísir/Steingrímur Dúi Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götubitann á Götubitahátíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götubitahátíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu. „Það er vont en það venst,“ segir Silli hlæjandi spurður hvort ekki sé erfitt að vera alltaf bestur ár eftir ár. Rætt var við Silla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei nei, þetta er bara gaman. Maður uppsker eins og maðir sáir og gerir. Það er gaman að sjá þessa miklu vinnu og maður uppsker eftir því.“ Hvað var á vinningsborgaranum í ár? „Heyrðu, það var gæsahamborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með trönuberjum, rucola og brauð sem ég fæ sérbökuð frá Deig í Tryggvagötu.“ Silli keppir á heimsmeistaramótinu í götubita á Þýskalandi í september. Hann lenti í öðru sæti í fyrra og það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvert hann stefni í ár. „Það var einmitt planið að vinna í ár til þess að komast aftur út til þess að sigra keppnina og það verður í lok september. Þannig að það verður farið með gæsahamborgarann og eitthvað eitt annað sem á eftir að smíða.“ Við höfum heyrt grínast með það að þú fáir ekki að taka þátt hér á næsta ári eftir að hafa unnið fjögur ár í röð, en muntu mæta hérna að ári? „Ég var búinn að ákveða sjálfur fyrir þessa keppni að ef það tækist að vinna í ár þá myndi ég vera sem dómari á næsta ári. Þannig að þetta er komið gott, maður verður að hleypa öðrum að líka.“ Það var margt um manninn á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Matur Veitingastaðir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Sjá meira
„Það er vont en það venst,“ segir Silli hlæjandi spurður hvort ekki sé erfitt að vera alltaf bestur ár eftir ár. Rætt var við Silla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei nei, þetta er bara gaman. Maður uppsker eins og maðir sáir og gerir. Það er gaman að sjá þessa miklu vinnu og maður uppsker eftir því.“ Hvað var á vinningsborgaranum í ár? „Heyrðu, það var gæsahamborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með trönuberjum, rucola og brauð sem ég fæ sérbökuð frá Deig í Tryggvagötu.“ Silli keppir á heimsmeistaramótinu í götubita á Þýskalandi í september. Hann lenti í öðru sæti í fyrra og það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvert hann stefni í ár. „Það var einmitt planið að vinna í ár til þess að komast aftur út til þess að sigra keppnina og það verður í lok september. Þannig að það verður farið með gæsahamborgarann og eitthvað eitt annað sem á eftir að smíða.“ Við höfum heyrt grínast með það að þú fáir ekki að taka þátt hér á næsta ári eftir að hafa unnið fjögur ár í röð, en muntu mæta hérna að ári? „Ég var búinn að ákveða sjálfur fyrir þessa keppni að ef það tækist að vinna í ár þá myndi ég vera sem dómari á næsta ári. Þannig að þetta er komið gott, maður verður að hleypa öðrum að líka.“ Það var margt um manninn á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í dag. Vísir/Steingrímur Dúi
Matur Veitingastaðir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Sjá meira