Bandaríska leikkonan skrifaði aðdáendum sínum skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram í færslu sem má sjá á hér fyrir neðan. Hún segist vera gríðarlega þakklát fyrir það sem hún hefur gert í lífinu og nefnir sérstaklega Rare beauty snyrtivörulínuna sína.
Þá segist hún helst af öllu vilja að fólk leggi Rare Impact styrktarsjóðnum lið en sjóðinn setti hún sjálf á laggirnar og er honum ætlað að leggja ungu fólki lið í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði. Leikkonan hefur einmitt verið opinská með eigin geðheilsu í gegnum árin.
„Þökk sé ykkur höfum við opnað augu svo margra og bætt þjónustu fyrir ungt fólk sem glímir við eigið geðheilbrigði. Þetta er mín raunverulega ástríða í lífinu,“ segir leikkonan á einlægum nótum.