Yfirburðir Frakklands voru gríðarlegir en liðið var með xG (í. vænt mörk) upp á 1.21, var 67 prósent með boltann og átti alls 15 marktilraunir. Næst komust þær því að skora þegar boltinn endaði í þverslánni eftir skalla Kadidiatou Diani undir lok venjulegs leiktíma. Boltinn fór í slána og stöngina áður en hann skoppaði út.
Undir lok leiks varð Jamaíka fyrir miklu áfalli þegar þeirra langbesti leikmaður, Khadija Shaw – sóknarmaður Manchester City, fékk sitt annað gula spjald fyrir litlar sakir. Hún missir því af næsta leik. Jamaíka hélt þó út og náði í sitt fyrsta stig í sögu HM, lokatölur 0-0.
World No. 43 ranked Jamaica earn their first ever #FIFAWWC point, holding No. 5 ranked France to a goalless draw despite a late red card pic.twitter.com/aeOiSp5Mun
— B/R Football (@brfootball) July 23, 2023
Bæði lið því með 1 stig en Brasilía og Panama hafa ekki enn hafið leik.