Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 09:38 Héðan í frá má göngufólk ekki ganga að eldgosinu að kvöldlagi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Óhlýðnum ekki fylgt inn á hættusvæði Þar segir jafnframt að gosvaktin hafi gengið vel í gærkvöldi og í nótt og að svo virðist sem flestir hafi sýnt því skilning að aðgangur að svæðinu væri háður takmörkunum. Þó hafi nokkur tilfelli verið skráð þar sem aðstoða þurfti fólk sem hafði örmagnast á göngu niður af gönguslóðinni. Þá hafi einhverjir ekki hagað sér vel. „Töluverður fjöldi fólks fór inn á hættusvæðið austan við gíginn og kom sér fyrir upp við hraunjaðarinn. Þeim var ekki fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum. Enn sem fyrr eru einstaka ferðamenn til vandræða og fara ekki að fyrirmælum viðbragðsaðila en misvel gekk að koma fólkinu út fyrir hættusvæðið. Ökumaður var staðinn að utan vega akstri á Lækjarvöllum við Djúpavatn í gær. Þá verða nokkrir einstaklingar kærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.“ Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð. Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32 „Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
„Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Óhlýðnum ekki fylgt inn á hættusvæði Þar segir jafnframt að gosvaktin hafi gengið vel í gærkvöldi og í nótt og að svo virðist sem flestir hafi sýnt því skilning að aðgangur að svæðinu væri háður takmörkunum. Þó hafi nokkur tilfelli verið skráð þar sem aðstoða þurfti fólk sem hafði örmagnast á göngu niður af gönguslóðinni. Þá hafi einhverjir ekki hagað sér vel. „Töluverður fjöldi fólks fór inn á hættusvæðið austan við gíginn og kom sér fyrir upp við hraunjaðarinn. Þeim var ekki fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum. Enn sem fyrr eru einstaka ferðamenn til vandræða og fara ekki að fyrirmælum viðbragðsaðila en misvel gekk að koma fólkinu út fyrir hættusvæðið. Ökumaður var staðinn að utan vega akstri á Lækjarvöllum við Djúpavatn í gær. Þá verða nokkrir einstaklingar kærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.“ Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð.
Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32 „Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32
„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31