Bayern vill þrjá frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 14:45 Tuchel ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. Christina Pahnke/Getty Images Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar. Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01