Bayern vill þrjá frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 14:45 Tuchel ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. Christina Pahnke/Getty Images Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar. Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti