„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2023 12:31 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11