Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Støre segir af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 15:43 Ríkisstjórn Noregs við stjórnarskipti i nóvember 2021. Fjórir ráðherrar stjórnarinnar hafa nú sagt af sér. EPA Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira