Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Støre segir af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 15:43 Ríkisstjórn Noregs við stjórnarskipti i nóvember 2021. Fjórir ráðherrar stjórnarinnar hafa nú sagt af sér. EPA Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira