Slagsmál á Gothia Cup annan daginn í röð og nú voru foreldrar með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 08:00 Gothia Cup í Gautaborg á að snúast um fótbolta og gleði en er að færa heiminum alltaf mikið af leiðinlegum fréttum síðustu daga. Hér fagna ungir drengir sigri á mótinu fyrir nokkrum árum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Julia Reinhart Kalla þurfti á lögreglu annan daginn í röð eftir að slagsmál brutust út á barna- og unglingamótinu Gothia Cup í Svíþjóð. Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023 Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023
Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31