„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:00 Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að svo stöddu en framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar henni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“ Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira