„Það er mikill heiður að ganga til liðs við Manchester United. Að labba inn á Old Trafford til þess að verja markið og hjálpa liðinu verður frábær reynsla.“
„Manchester United á mikla sögu af góðum markmönnum og ég mun gefa allt mitt til þess að búa til mína arfleifð á næstu árum. Ég er spenntur fyrir því að fá að vinna aftur með Erik ten Hag,“ sagði Andre Onana á heimasíðu félagsins.
Harry Maguire hefur verið fyrirliði Manchester United frá janúar 2022 en þá var Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri liðsins. Erik ten Hag hefur hins vegar gert þá breytingu að Bruno Fernandes sé nýr fyrirliði liðsins.
Þrátt fyrir að Harry Maguire hafi verið fyrirliði á síðasta tímabili þá var Bruno Fernandes fyrirliði í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Harry Maguire var aðeins átta sinnum í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Introducing our new club captain: @B_Fernandes8 💪©️#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) July 20, 2023
Bruno Fernandes kom til félagsins árið 2020. Bruno hefur leikið 185 leiki þar sem hann hefur skorað 64 mörk og gefið 54 stoðsendingar.
Andre Onana er orðinn leikmaður Manchester United en félagið birti á samfélagsmiðla myndband af markvarðartreyju Manchester United merkta Onana sem verður númer 24 líkt og hann er þekktur fyrir.
That's his name 👇@AndreyOnana is United! 🔴#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) July 20, 2023