Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 13:30 Hákon Arnar er klár í slaginn með Lille. Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira