Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 14:14 Pallurinn kemur í stað þess sem var illa farinn. Hann er dreginn til baka til að stuðla að betra útsýni og er efniviðurinn lerki sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og mun það þá falla einstaklega vel að umhverfinu að sögn arkitekts. Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira