Að minnsta kosti mánuður í bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 19:41 TF-KLO flaug frá Egilsstaðaflugvelli sunnudaginn 9. júlí. Vísir/Vilhelm Bráðabirgðaskýrslu um flugslysið við Sauðahnjúka fyrir austan fyrir rúmri viku er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. Áætluðum flugtíma flugvélarinnar í hinni örlagaríku ferð var við það að ljúka þegar slysið átti sér stað. Samkvæmt flugáætlun flugmanns TF-KLO sunnudaginn 9. júlí átti að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Flugvélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði því samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. TF KLO fór á loft í útsýnisflug frá Egilsstöðum klukkan 13:29 sunnudaginn 9. júlí. Áætlað var að koma til baka klukkan 17:29. Landhelgisgæslan nam merki frá neyðarsendi flugvélarinnar klukkan 17:01.Grafík/Sara Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Rannsóknir flugslysa eru í föstum skorðum og fara eftir alþjóðlegum reglum. Liðið getur allt að eitt til tvö ár þar til lokaniðurstaða liggur fyrir.Grafík/Sara Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Stjórnandi rannsóknarinnar skrifar síðan drög að lokaskýrslu sem lögð er fyrir rannsóknarnefndina. Hún fer nánar yfir málin og sendir drögin til umsagnar hjá aðilum máls. Ef athugasemdir berast tekur rannsóknarnefndin afstöðu til þeirra. Að því loknu er gefin út lokaskýrsla. Reynslan sýnir að eitt til tvö ár geta liðið frá slysi þar til lokaskýrsla liggur fyrir. Meginmarkmið rannsókna flugslysa er ekki að finna sökudólga. Rannsókn miðar að því að finna út hvað olli slysinu og gera tillögur til úrbóta til að koma í veg fyrir að sams konar slys eigi sér stað. Fréttir af flugi Flugslys við Sauðahnjúka Múlaþing Samgönguslys Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Samkvæmt flugáætlun flugmanns TF-KLO sunnudaginn 9. júlí átti að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Flugvélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði því samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. TF KLO fór á loft í útsýnisflug frá Egilsstöðum klukkan 13:29 sunnudaginn 9. júlí. Áætlað var að koma til baka klukkan 17:29. Landhelgisgæslan nam merki frá neyðarsendi flugvélarinnar klukkan 17:01.Grafík/Sara Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Rannsóknir flugslysa eru í föstum skorðum og fara eftir alþjóðlegum reglum. Liðið getur allt að eitt til tvö ár þar til lokaniðurstaða liggur fyrir.Grafík/Sara Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Stjórnandi rannsóknarinnar skrifar síðan drög að lokaskýrslu sem lögð er fyrir rannsóknarnefndina. Hún fer nánar yfir málin og sendir drögin til umsagnar hjá aðilum máls. Ef athugasemdir berast tekur rannsóknarnefndin afstöðu til þeirra. Að því loknu er gefin út lokaskýrsla. Reynslan sýnir að eitt til tvö ár geta liðið frá slysi þar til lokaskýrsla liggur fyrir. Meginmarkmið rannsókna flugslysa er ekki að finna sökudólga. Rannsókn miðar að því að finna út hvað olli slysinu og gera tillögur til úrbóta til að koma í veg fyrir að sams konar slys eigi sér stað.
Fréttir af flugi Flugslys við Sauðahnjúka Múlaþing Samgönguslys Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55