Þrjár íslenskar landsliðskonur eru gengnar í raðir Vals; þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Amanda Andradóttir.
Nú hefur danski framherjinn Lise Dissing bæst í ansi vel mannaðan leikmannahóp Vals.
Dissing, sem er 21 árs, lék síðast með Thy ThistedQ í dönsku úrvalsdeildinni. Á síðasta tímabili lék hún 22 deildarleiki fyrir liðið og skoraði eitt mark. Dissing hefur alls leikið 72 leiki í dönsku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Þá hefur hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Danmerkur.
Dissing er komin með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið sækir ÍBV heim í Bestu deildinni laugardaginn 29. júlí.