Álit ESA og blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. júlí 2023 07:01 Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald EFTA Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun