Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 23:59 Grunaði raðmorðinginn Rex Heuermann hefur vegnað vel sem arkítekt í New York. Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06