Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Magnús Jochum Pálsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2023 16:21 Leandro DeNiro Rodriguez, dóttursonur Roberts DeNiro, lést fyrr í mánuðinum, aðeins nítján ára gamall. Skjáskot/Twitter Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal. Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal.
Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10