Ísabella keppir í kvöld í handmáluðum þjóðbúning Íris Hauksdóttir skrifar 14. júlí 2023 13:11 Þjóðbúningurinn sem Ísabella klæðist í kvöld er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju og íslensku landslagi. aðsend Ísabella Þorvaldsdóttir keppir í kvöld í Miss Supranational en hún stóð uppi sem sigurvegari sem Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í Póllandi og segist Ísabella gríðarlega spennt fyrir kvöldinu. Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43