KA-menn enn taplausir á heimavelli í Evrópukeppni eftir 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:01 KA menn fagna marki Daníels Hafsteinssonar, bæði á vellinum sem og í stúkunni. Vísir/Diego KA-menn spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir hafa enn ekki tapað Evrópuleik á Íslandi. KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira