Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 12:31 Frá Gleðivík á Djúpavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Manninum var gefið að sök að hafa ekið lyftara án nægilegrar athygli, þar sem útsýni hans fram fyrir ökutækið hafi þegar atvik gerðust verið að miklu leyti byrgt vegna fjögurra kara sem hann var að flytja á göfflum hans. Honum var jafnframt gefið að sök að hafa haft körin óbundin á göfflunum. Þá var hann sakaður um að hafa ekki gætt þess að halda ökutækinu eins langt til hægri og unnt var með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti og án þess að gefa gangandi vegfaranda, sem var á götunni, tíma til að víkja til hliðar og án þess að veita honum nægilegt rými á veginum þegar hann ók frá höfninni að athafnasvæði fiskvinnslunnar við höfnina. Athygli vekur að dómur héraðsdóms Austurlands er að öllu nafnhreinsaður og meira að segja nöfn listaverksins og fiskvinnslunnar eru hulin. Nokkuð hefur verið fjallað um slysið og aðstæður á slysstað. Kerin hafi verið tryggilega skorðuð Maðurinn neitaði alfarið sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Sýknukröfuna reisti hann meðal annars á því að hann hafi í ljósi lýstra aðstæðna á akbraut sýnt þá aðgæslu sem hægt hafi verið að ætlast til af honum og hafi hann því ekki brotið gegn umferðarlögum. Hann benti á að hann hafi séð ferðamanninn fyrir slysið við hægri brún akbrautarinnar og hafi hann hagað akstri sínum með tilliti til þeirra aðstæðna og þannig virt almenna aðgæsluskyldu. Þá hafi hann ekki brotið gegn öðru ákvæði sömu laga, enda hafi hann ekið sérhönnuðu ökutæki, sem hafi verið gert til þess að flytja sérhönnuð kör, sem hafi verið tryggilega skorðuð. Vegna þessa hafi ekki verið þörf á því að binda utan um körin, enda hafi slíkt ekki tíðkast. Þá byggði hann á því að útsýni hans í greint sinn hafi ekki verið byrgt nema að takmörkuðu leyti. Loks byggði maðurinn á því að hann hefði ekki sýnt af sér refsivert gáleysi í skilningi almennra hegningarlaga, enda hafi hann ekki haft ráðrúm til þess að afstýra slysinu, og að lögreglan og ákæruvaldið hafi ekki rannsakað málið nægilega vel. Stöðvaði aldrei Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn hafi verið við vinnu á hafnarsvæðinu við að færa ker frá fiskiskipi, sem landaði við aðra höfn en aðalhöfn Djúpavogs vegna framkvæmda, að fiskvinnslu þorpsins, um einn kílómetra. Hann hafi staðhæft að hann hafi á nefndri akstursleið fylgst vel með aðstæðum á vettvangi, og þá ekki síst til hliðar við lyftarann, en einnig í gegnum tvær raufar eða spor á fiskikörunum, en með þeim hætti hafi honum tekistað sjá það sem var fyrir framan lyftarann. Samkvæmt vætti rannsóknarlögreglumanns hafi manninum hins vegar aðeins með mjög takmörkuðum hætti verið unnt að sjá fram fyrir lyftarann í gegnum fyrrnefndar raufar á fiskikörunum. „Óumdeilt er að ákærði ók viðstöðulaust suður akbrautina, á vinstri hluta hennar miðað við akstursstefnuog stöðvaði aldrei til þess að gæta að því sem framundan var þrátt fyrir hið takmarkaða útsýni. Þegar þetta er virt og að ákærða var kunnugt um veru ferðamanna á vettvangi þykir ákæruvaldið hafa sannað að ákærði hafi með aksturslagi sínu brotið gegn áðurröktu ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 80. gr. umferðarlaganna,“ segir í dóminum. Niðurstaða dómsins var að maðurinn hafi ekki sýnt þá varúð sem krefjast mátti af honum við lýstar aðstæður. Verði meginorsök slyssins því rakin til þessa vítaverða gáleysis hans. Hefur strítt við andlega erfiðleika Við ákvörðun refsingar var meðal annars tekið tillit til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. „Meðal annars liggur fyrir að hann hefur eftir hinn hörmulega atburð átt við andlega erfiðleika að stríða og þegið viðeigandi aðstoð af þeim sökum. Þá verður eigi dregið í efa að ákærði hafi nýverið haft forgöngu um bættan búnað við akstur á vinnuvélum, þ. á m. lyfturum, við flutninga á farmi,“ segir í dóminum. Því var maðurinn dæmdur til 45 daga fangelsisvistar en fullnustu refsingarinnar var frestað til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða 2,8 milljónir króna í sakarkostnað. Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa ekið lyftara án nægilegrar athygli, þar sem útsýni hans fram fyrir ökutækið hafi þegar atvik gerðust verið að miklu leyti byrgt vegna fjögurra kara sem hann var að flytja á göfflum hans. Honum var jafnframt gefið að sök að hafa haft körin óbundin á göfflunum. Þá var hann sakaður um að hafa ekki gætt þess að halda ökutækinu eins langt til hægri og unnt var með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti og án þess að gefa gangandi vegfaranda, sem var á götunni, tíma til að víkja til hliðar og án þess að veita honum nægilegt rými á veginum þegar hann ók frá höfninni að athafnasvæði fiskvinnslunnar við höfnina. Athygli vekur að dómur héraðsdóms Austurlands er að öllu nafnhreinsaður og meira að segja nöfn listaverksins og fiskvinnslunnar eru hulin. Nokkuð hefur verið fjallað um slysið og aðstæður á slysstað. Kerin hafi verið tryggilega skorðuð Maðurinn neitaði alfarið sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Sýknukröfuna reisti hann meðal annars á því að hann hafi í ljósi lýstra aðstæðna á akbraut sýnt þá aðgæslu sem hægt hafi verið að ætlast til af honum og hafi hann því ekki brotið gegn umferðarlögum. Hann benti á að hann hafi séð ferðamanninn fyrir slysið við hægri brún akbrautarinnar og hafi hann hagað akstri sínum með tilliti til þeirra aðstæðna og þannig virt almenna aðgæsluskyldu. Þá hafi hann ekki brotið gegn öðru ákvæði sömu laga, enda hafi hann ekið sérhönnuðu ökutæki, sem hafi verið gert til þess að flytja sérhönnuð kör, sem hafi verið tryggilega skorðuð. Vegna þessa hafi ekki verið þörf á því að binda utan um körin, enda hafi slíkt ekki tíðkast. Þá byggði hann á því að útsýni hans í greint sinn hafi ekki verið byrgt nema að takmörkuðu leyti. Loks byggði maðurinn á því að hann hefði ekki sýnt af sér refsivert gáleysi í skilningi almennra hegningarlaga, enda hafi hann ekki haft ráðrúm til þess að afstýra slysinu, og að lögreglan og ákæruvaldið hafi ekki rannsakað málið nægilega vel. Stöðvaði aldrei Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn hafi verið við vinnu á hafnarsvæðinu við að færa ker frá fiskiskipi, sem landaði við aðra höfn en aðalhöfn Djúpavogs vegna framkvæmda, að fiskvinnslu þorpsins, um einn kílómetra. Hann hafi staðhæft að hann hafi á nefndri akstursleið fylgst vel með aðstæðum á vettvangi, og þá ekki síst til hliðar við lyftarann, en einnig í gegnum tvær raufar eða spor á fiskikörunum, en með þeim hætti hafi honum tekistað sjá það sem var fyrir framan lyftarann. Samkvæmt vætti rannsóknarlögreglumanns hafi manninum hins vegar aðeins með mjög takmörkuðum hætti verið unnt að sjá fram fyrir lyftarann í gegnum fyrrnefndar raufar á fiskikörunum. „Óumdeilt er að ákærði ók viðstöðulaust suður akbrautina, á vinstri hluta hennar miðað við akstursstefnuog stöðvaði aldrei til þess að gæta að því sem framundan var þrátt fyrir hið takmarkaða útsýni. Þegar þetta er virt og að ákærða var kunnugt um veru ferðamanna á vettvangi þykir ákæruvaldið hafa sannað að ákærði hafi með aksturslagi sínu brotið gegn áðurröktu ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 80. gr. umferðarlaganna,“ segir í dóminum. Niðurstaða dómsins var að maðurinn hafi ekki sýnt þá varúð sem krefjast mátti af honum við lýstar aðstæður. Verði meginorsök slyssins því rakin til þessa vítaverða gáleysis hans. Hefur strítt við andlega erfiðleika Við ákvörðun refsingar var meðal annars tekið tillit til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. „Meðal annars liggur fyrir að hann hefur eftir hinn hörmulega atburð átt við andlega erfiðleika að stríða og þegið viðeigandi aðstoð af þeim sökum. Þá verður eigi dregið í efa að ákærði hafi nýverið haft forgöngu um bættan búnað við akstur á vinnuvélum, þ. á m. lyfturum, við flutninga á farmi,“ segir í dóminum. Því var maðurinn dæmdur til 45 daga fangelsisvistar en fullnustu refsingarinnar var frestað til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða 2,8 milljónir króna í sakarkostnað.
Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27