Hnífamaður gengur enn laus Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 10:26 Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leit standi enn yfir að manninum. Hann vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um leitina vegna rannsóknarhagsmuna. Áður hefur komið fram að maðurinn hafi stungið annan á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudagsins 4. júlí síðastliðinn. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn Eiríks er líðan hans góð en hann gat ekki staðfest hvort maðurinn væri kominn af spítala. Áður hefur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagt í samtali við Vísi að lögregla muni kanna hvort lýst verði eftir manninum ef leit ber ekki árangur. Eiríkur vill ekki gefa upp hvort hringurinn hafi þrengst undanfarna daga. Rannsókn á manndrápi á Lúx nær lokið Rannsókn lögreglu á andláti karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar höfuðhöggs á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í júní er mjög langt komin að sögn Eiríks. Hinum grunaða í málinu, sem er Íslendingur á þrítugsaldri, var sleppt úr haldi í lok síðasta mánaðar. Hann hefur hins vegar enn réttarstöðu sakbornings. Eiríkur segir lögreglu bíða eftir endanlegri niðurstöðu krufningar. Hann vill ekki gefa upp fjölda vitna sem lögregla ræddi við í tengslum við málið. Hann segir þó að um töluverðan fjölda hafa verið að ræða. Lögreglumál Látinn eftir líkamsárás á LÚX Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leit standi enn yfir að manninum. Hann vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um leitina vegna rannsóknarhagsmuna. Áður hefur komið fram að maðurinn hafi stungið annan á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudagsins 4. júlí síðastliðinn. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn Eiríks er líðan hans góð en hann gat ekki staðfest hvort maðurinn væri kominn af spítala. Áður hefur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagt í samtali við Vísi að lögregla muni kanna hvort lýst verði eftir manninum ef leit ber ekki árangur. Eiríkur vill ekki gefa upp hvort hringurinn hafi þrengst undanfarna daga. Rannsókn á manndrápi á Lúx nær lokið Rannsókn lögreglu á andláti karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar höfuðhöggs á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í júní er mjög langt komin að sögn Eiríks. Hinum grunaða í málinu, sem er Íslendingur á þrítugsaldri, var sleppt úr haldi í lok síðasta mánaðar. Hann hefur hins vegar enn réttarstöðu sakbornings. Eiríkur segir lögreglu bíða eftir endanlegri niðurstöðu krufningar. Hann vill ekki gefa upp fjölda vitna sem lögregla ræddi við í tengslum við málið. Hann segir þó að um töluverðan fjölda hafa verið að ræða.
Lögreglumál Látinn eftir líkamsárás á LÚX Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira