Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 07:57 Carlson var látinn fara frá Fox í apríl. AP/Richard Drew Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira