Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 19:47 Frá fundi Erdogan, Stoltenberg og Kristersson í Vilníus í dag. EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. Erdogan, Stoltenberg og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, funduðu í litháísku höfuðborginni Vilníus í dag, en leiðtogafundur NATO-ríkja hefst í borginni á morgun. Erdogan sagðist á fréttamannafundi munu fara með málið fyrir tyrkneska þingið og „tryggja staðfestingu“, en öll aðildarríki NATO þurfa að staðfesta umsóknir nýrra umsóknarríkja. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag gaf Erdogan í skyn að Tyrkir myndi staðfesta aðild Svíþjóðar að NATO, ef Evrópusambandið myndi samþykkja að taka upp aðildarviðræður við Tyrkland á nýjan leik. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 en viðræður hafa verið á ís um margra ára skeið. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í dag í kjölfar fundar með Erdogan að ESB og Tyrkland myndu auka samstarf þeirra. Good meeting with President @RTErdogan at #NATOsummit.Explored opportunities ahead to bring - cooperation back to the forefront & re-energise our relations.EUCO has invited HRVP & @EU_Commission to submit report with a view to proceed in strategic & forward-looking manner pic.twitter.com/sIvOfXnfws— Charles Michel (@CharlesMichel) July 10, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Svíþjóð Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Erdogan, Stoltenberg og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, funduðu í litháísku höfuðborginni Vilníus í dag, en leiðtogafundur NATO-ríkja hefst í borginni á morgun. Erdogan sagðist á fréttamannafundi munu fara með málið fyrir tyrkneska þingið og „tryggja staðfestingu“, en öll aðildarríki NATO þurfa að staðfesta umsóknir nýrra umsóknarríkja. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag gaf Erdogan í skyn að Tyrkir myndi staðfesta aðild Svíþjóðar að NATO, ef Evrópusambandið myndi samþykkja að taka upp aðildarviðræður við Tyrkland á nýjan leik. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 en viðræður hafa verið á ís um margra ára skeið. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í dag í kjölfar fundar með Erdogan að ESB og Tyrkland myndu auka samstarf þeirra. Good meeting with President @RTErdogan at #NATOsummit.Explored opportunities ahead to bring - cooperation back to the forefront & re-energise our relations.EUCO has invited HRVP & @EU_Commission to submit report with a view to proceed in strategic & forward-looking manner pic.twitter.com/sIvOfXnfws— Charles Michel (@CharlesMichel) July 10, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Svíþjóð Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57